Kórónuveirur eru safn veira af sama stofni, sem geta valdið misalvarlegum sjúkdómum. Í desember 2019 var greint frá nýju afbrigði þessa stofns, SARS-CoV-2, sem hafði aldrei áður greinst í mönnum. Þetta nýja afbrigði veldur COVID-19 sjúkdómnum og er bæði bráðsmitandi og getur valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða.
Hér má finna fræðsluefni fyrir börn um COVID-19.
See more: Covid 19 einkenni
Einkenni
COVID-19 sjúkdómurinn veldur oft vægum einkennum sem minna helst á flensu. Í sumum tilfellum verður fólk þó alvarlega veikt og þarf innlögn á sjúkrahús. Eldra fólk og þau sem hafa langvinna sjúkdóma einkum hjarta- og lungnasjúkdóma eða sykursýki eru í meiri hættu á að fá alvarleg einkenni.
Á vef Embættis landlæknis má finna leiðbeiningar fyrir fólk sem er í áhættuhópum.
Algeng einkenni:
- Hálsbólga
- Hósti
- Kuldahrollur
- Hiti
- Óþægindi frá meltingarvegi, uppköst eða niðurgangur
- Kvef, nefrennsli eða stíflað nef
- Bein- og vöðvaverkir
- Þreyta og slappleiki
- Bragð- og lyktarskyn hverfur
- Erfiðleikar við öndun
- Höfuðverkur
Ef einkenni eru til staðar á samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis að fara í PCR próf, ekki í hraðpróf. Próf vegna einkenna má bóka á mínum síðum eða í netspjalli á daypg.com.
Smitleiðir
View more: How Old Is Kim Kardashian and What Is Her Ethnicity?
Meðgöngutími sjúkdómsins er 2-14 dagar. Oftast koma einkenni fram á 4-8 degi en fólk getur verið smitandi í allt að tvær vikur. Bæði þau sem fá einkenni og þau sem eru alveg einkennalaus geta smitað aðra. Það er því mikilvægt að fylgja ráðleggingum varðandi einangrun og sóttkví til að draga úr smiti í samfélaginu.
COVID-19 berst á milli manna með úðasmiti. Snertismit er einnig hugsanleg smitleið.
- ÚðasmitÞegar smitaður einstaklingur hnerrar eða hóstar dreifast veirur með úðanum út í andrúmsloftið. Heilbrigðir sem eru í sama rými eða koma í það einhverjum tíma síðar eru í hættu á að smitast, sérstaklega ef rýmið er lokað og engin loftskipti eiga sér stað. Mörg smit verða í heimahúsum og á vinnustöðum þar sem engin loftræsting er eða gluggar ekki hafðir opnir til að auka loftskipti.
- Snertismiti/dropasmitÞegar hendur mengast af dropum í umhverfinu eftir að hafa snert sýkt svæði. Sameiginlegir snertifletir s.s. hurðahúnar, skjáir og innkaupakerrur geta borið smit sem berst á hendur. Fólk ber svo hendur upp að andliti sínu, í augu, nef eða munn og fær þannig veiruna í sig.
Orsakir
COVID-19 sjúkdómurinn orsakast af ákveðnu veiruafbrigði, SARS-CoV-2, sem er bæði bráðsmitandi og getur valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða.
Greining
Tvær tegundir Covid prófa eru notaðar hér á landi til að greina hvort veiran sé til staðar hjá einstaklingum:
- PCR (e. polymerase chain reaction) er svokölluð einkennasýnataka og er fyrir þá sem hafa einhver einkenni
- Hraðpróf (e. rapid antigen test) er fyrir einkennalausa og er hugsað fyrir þá sem sækja viðburði
Bæði prófin felast í að sýnatökupinna er stungið í nef- og hálskok. Af því loknu er hann settur í ákveðinn vökva og sendur á rannsóknarstofu til greiningar.
Einkennasýnataka
Ef einhver einkenni eru til staðar á samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis að fara í PCR próf, ekki í hraðpróf. Próf vegna einkenna eru bókuð á “mínum síðum” á daypg.com. Þau sem ekki eiga rafræn skilríki geta haft samband við netspjall á daypg.com til að bóka tíma í PCR próf.
Viðburðir
View more: U.S. Food and Drug Administration
Hraðpróf vegna viðburða má bóka á daypg.com
Ferðalög
Sýnatöku vegna ferðalaga má bóka á daypg.com. Þannig er unnt að tryggja að þeir fái rétt vottorð til að sýna á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis. Mikilvægt er að skipuleggja sýnatöku með það í huga að það getur tekið 24-36 klst að fá niðurstöður úr PCR prófi og vottorð sent. Þar sem sýnataka vegna ferðalaga er ekki sóttvarnarráðstöfun þá þarf fólk að greiða fyrir PCR sýnatöku.
Greining og meðferð við COVID-19 sjúkdómi er fólki að kostnaðarlausu þar sem um skráningarskyldan sjúkdóm er að ræða.
Þegar farið er með börn í sýnatöku er gott að útskýra fyrir þeim í hverju hún felst. Hér eru upplýsingar um veirupróf.
Meðferð
Um leið og einstaklingur fær jákvætt PCR próf er hann greindur með COVID-19 sjúkdóm og Covid-göngudeild Landspítala fær upplýsingar um viðkomandi. Spurningalistar eru sendir út á mínar síður á daypg.com til þeirra sem eru greind til að fylgjast með líðan og framvindu sjúkdóms. Hafi fólk ekki rafræn skilríki og skilar þar með ekki inn spurningarlistum fær það símtal frá Covid göngudeild og farið er yfir stöðu mála. Þá er einnig farið yfir aðstæður viðkomandi, hvort einangrun geti farið fram í heimahúsi eða hvort óskað sé eftir flutningi á sóttvarnarhótel. Vakni frekari spurningar varðandi aðra fjölskyldumenn má hafa samband við netspjall smitrakningarteymis.
Ýmis ráð við fylgikvillum COVID-19 sjúkdóms:
- Drekka vel til að koma í veg fyrir þurrk
- Fá góða hvíld
- Taka hitalækkandi lyf eins og t.d. Parasetamol (Panodil)
- Liggja á hliðum eða á sitja uppi ef hósti er mikill. Forðast skal að liggja út af á baki
- Fylgjast með súrefnismettun ef súrefnismettunarmælir er til á heimili og hafa samband við göngudeild eða 112 ef súrefnismettun fer undir 93%
Hvað get ég gert?
- Nota grímur sem hylja bæði nef og munn
- Gæta vel að fjarlægðarmörkum
- Tryggja góða loftræstingu. Góð loftskipti með opnum gluggum bæði í húsnæði og í bílum er mikilvæg
- Handþvottur (vatn og sápa) eða spritt (spritt drepur ekki allar veirur t.d. NORO veiruna, svo alltaf að nota handþvott þegar þess er kostur)
- Halda sig heima ef einkenna verður vart og forðast samskipti við aðra
- Fara strax í PCR próf ef grunur er um einkenni. PCR próf er unnt að bóka á mínum síðum á daypg.com. Þá geta þeir sem ekki hafa rafræn skilríki haft samband við netspjall Heilsuveru og fengið aðstoð við að bóka tíma í skimun
- Lesa og fylgja leiðbeiningum um sóttkví og einangrun á daypg.com
- Mæta í bólusetningu þegar þú færð boð og fylgjast vel með fréttum á heimasíðu heilsugæslunnar á daypg.com. Á heimasíðum heilbrigðisstofnana má finna þessar upplýsingar fyrir hvern landshluta fyrir sig
- Lesa leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu frá embætti landlæknis
Í neyðartilfellum
- Hafið samband við Covid göngudeild Landspítala.
- Hringja í Læknavaktina í síma 1770 eða 1700. Þau aðstoða fólk í heimahúsum ef brýna nauðsyn þarf til.
- Hringið í 112 í neyðartilfellum.
- Á þjónustuvefsjá Heilsuveru má finna upplýsingar um símanúmer og opnunartíma allra heilsugæslustöðva landsins og bráðamóttaka á íslensku ensku og pólsku.